Í fyrramálið þegar ég vaknaði...Að gefnu tilefni skal það tekið fram að málheltið sem ég hef verið uppvís að á þessari síðu er með vilja skrifað. Allt í einu er mér farið að þykja fyndið að rifja upp þær málvillur sem ég sagði gjarnan þegar ég var krakki, eða á níunda áratugnum.
Ég á reyndar ennþá til að segja "um fyrramálið í gær", eða "ég vaknaði í fyrramálið" og svo framvegis.
Fyrramálið hljómar fjandinn hafi það eins og eitthvað sem er liðið. Finnst ykkur ekki?
Góða helgi
posted by Hildur at 1:02 PM
Fólkið í sjónmartinuÞað er nú bara þannig með fólkið í sjónmartinu að það lifir miklu meira spennandi lífi en ég. Það er alveg borðliggjandi.
posted by Hildur at 10:03 AM
Ég hitti selebbÉg hitti
Mikka Torfa í gær. Og hinngær og þarhinn
posted by Hildur at 9:48 AM
Ásdís vann getraunina og má vitja þvottavélarinnar hvenær sem er.
Rétta svarið var auðvitað: Öll framboðin.
Lausnin? Leggja niður Sjálfstæðisflokkinn og taka upp einstaklingskosningar í HÍ.
posted by Hildur at 9:46 AM
Getraun -þvottavél í boði fyrir sigurvegara!Spurt er um framboð. Vísbendingar:
1.Það hefur nákvæmlega sömu stefnumál og hin framboðin fyrir kosningar
2.Það leggur mikla áherslu á nauðsyn þess að það eitt komist til valda af því að annars fari allt fjandans til
3.Allt sem er gott er því að þakka, allt sem er vont er andstæðingnum að kenna
4.Það segist ætla að gera nákvæmlega það sama og hinir hafa verið að gera og eru að lofa áfram, en ætla bara að gera það betur.
5.Fyrir þá ópólitísku leggur það mikið upp úr kynningarefni þar sem það sýnir fram á að fólkið í flokknum er það brosmildasta, hressasta og flippaðasta þannig að allir geta verið vissir um að þeir eru að kjósa sniðugasta fólkið.
Rétt svar:
a)Vaka
b)hinn sósíalíski Sjálfstæðisflokkur-fyrir-kosningar
c)Röskva
Getið nú.
posted by Hildur at 11:18 AM