Feis!Ég kallaði mig
öfgarauðsokku á msn í morgun, bara svona af því að ég var í rauðsokkufíling og þó án þess að mér fyndist ég vera neitt sérstaklega öfgafull... að minnsta kosti ekki frekar en tilefni er til.
Björn nokkur sá sér þá leik á borði og sendi mér karlrembubrandara. Ég svaraði honum með brandara sem ég samdi hreinlega á staðnum. Ég vil ekki vera að hæla sjálfri mér um of (...eða jú) en ég verð að segja að mér tókst auðveldlega að toppa hann. Samtalið var eftirleiðis:
Bjössi says:
Hvað þarf margar kjedlíngar til að skipta um ljósaperu?
Tvær eina til að hringja í pabba og eina til að hlaupa út í sjoppa að
kaupa diet kók.
Hildur says:
góður
Hildur says:
hvað er þrífætt og með greindarvísitölu á við tré?
Bjössi says:
mmm.. flygill?
Hildur says:
kallmaður
Bjössi says:
HHAHAHAHAH
-það er nú bara þannig með ykkur öll; you aint got nothing on me, baby!
Góða helgi.
posted by Hildur at 12:37 PM
Mitt yndislega dýrVegna fjölda áskorana set ég hér mynd af dýrinu mínu, honum Bangsa karlinum. Myndgæðin eru í lágmarki hér en það er vélinni að kenna en ekki dýrinu.

Það er annars að frétta af honum að hann verður þrettán ára gamall á árinu en er alltaf jafn flöffí og fjörugur. Honum finnst hann reyndar eiga dálítið bágt þessa dagana af því að heimilisfólkið hans er mikið á faraldsfæti og það vantar eiginlega alltaf einhvern -auk þess sem ég er aldrei nógu dugleg að koma í heimsókn að hans mati. Ef hann fengi að ráða byggi ég enn hjá foreldrum mínum (þeim áreiðanlega til mikillar gleði og yndisauka) og enginn ynni, það væru allir bara í fullu starfi við að vera hjá honum, klappa honum og knúsa og það væru aldrei neinar framkvæmdir í húsinu eða nálægt því (þær trufla hann), ryksugur væru ekki til, það kæmu aldrei háværir ókunnugir karlmenn inn fyrir hússins dyr og í stað þess að heimilisfólkið hlammaði sér fyrir í sófann að horfa á sjónvarpið á kvöldinn þá hlammaði það sér í sófann til þess að horfa á hann og spjalla við hann.
posted by Hildur at 10:05 AM
Við Michael skiljum hvort annaðÉg horfði á England-Svíþjóð í gær og sá Michael Owen slasa sig í hnénu að því er virðist á sama hátt og ég slasaði mig í mínu hné hér í den. Hann á samúð mína alla og ég veit að þetta var afar sárt. Hann verður alveg örugglega ekki meira með í keppninni en ef það er honum einhver huggun þá hef ég fullkominn skilning á hvernig honum hlýtur að líða. Við skiljum hvort annað!
Annars bara áfram Þjóðverjar!
posted by Hildur at 10:49 AM
Við
Tótla vorum að rökræða um daginn og veginn á msn í gær þegar ég átti að vera að vinna hér á Fróni og hún átti að vera að læra og pakka niður í Ástralíu. Það er að sjálfssögðu alltaf gaman að ræða við hana um heimsmálin, og ég verð að segja það að það væri
hennar flokki, Sjálfstæðisflokknum, mikil gæfa ef hún færi að taka einhvern virkan þátt í starfinu þar. Hún nefnilega leyfir sér að setja upp kynjagleraugun á stundum og vera gagnrýnin (þó svo að hún sé blessunarlega laus við minn helsta pólitíska löst, en ég er tuðari af verstu gerð og get eiginlega ekki rætt pólitík nema á háa c-inu. Ekki það að lundarfar mitt sé af hinu verra, þvert á móti er ég iðulega eins og sólin sjálf, þetta er bara ávani hjá mér). Að vísu finnst mér
þessi grein sem hún,
Bryndís og fleiri skrifuðu undir vera vont innlegg í jafnréttisbaráttuna frá Sjálfstæðiskonum á hinum merka degi 19.júní í ljósi undangenginna atburða. Ég segi ekki að fólk eigi ekki að vera gagnrýnið, mér fannst bara undarlegt að þær skyldu velja Bifrastarmálið sem ásteitingarstein á baráttudegi kvenna, þegar þeim hefði frekar verið nær að beina sjónum sínum að stöðu mála í stjórn Reykjavíkur. Þær fullyrða í þessari grein að "þær séu tilbúnar" til þess að láta meta sig eftir verðleikum óháð kyni og að það sem þurfi sé "hugarfarsbreyting" til þess að jafnri stöðu kynjanna. Það er bara spurning hvar þessi hugarfarsbreyting er í þeirra flokki þar sem hægri bleikir eru nýlega búnir að gefa konum langt nef í borgarstjórninni, kjósa þær í minna en þriðjung sæta í átta meginráðum borgarinnar og setja þær frekar á varamannabekkinn til þess að jafna kynjahlutföllin á pappír en gæta þess vandlega að þær fái engin völd svo heitið geti.
Þess vegna var þetta óheppileg grein á deiglunni, ja nema þær vilji ef til vill meina að karlmenn séu bara upp til hópa hæfari en konur í stjórnmálum!
Hún Tótla sagðist vera sammála mér varðandi skökk kynjahlutföll í stjórn borgarinnar auk þess sem hún ræðir hlutina með stóískri ró og það er ekki síst þess vegna sem ég vil að hún komist til metorða í Flokknum og rúúústi systeminu.
posted by Hildur at 10:05 AM
Ég veit ég er tepra...En mér finnst alveg sérstaklega vandræðalegt að hitta fólk í sturtu. Hálf þjóðin virðist vera að æfa í Laugum, og því hittir maður reglulega vini og kunningja þar. Búningsklefinn er ekki undanskilin og reglulega hitti ég einhverjar kunningsstúlkur í sturtunni og mér finnst það svo skrítið. Að hitta einhvern allsber er ekki það sama og að hitta einhvern í fötum. Stundum má maður til að byrja að spjalla, en að spjalla við einhvern allsberan í sturtu (verandi sjálfur allsber) finnst mér dálítið vera eins og að labba óforvarandis inn á einhvern á salerninu eða í svefnherberginu, og fara bara að spjalla.
Það er svona
posted by Hildur at 7:58 PM