Þessa helgina er ég að gera ekkert. Og mér leiðist. Mig langar svo að gera ekkert með einhverjum, ekki engum! Hver vill koma að gera ekkert með mér?
posted by Hildur at 4:32 PM
Hann Magni í ÁMS má nú alveg eiga það að hann er mjög góður í útlensku! Ég sá brot af rokkstar súpernóva í gær og einhvern tíman þegar hann var að tala án þess að það sæist í hann, þá hélt ég hreinlega að hann væri útlendingur.
Mér finnst hann mjög góður í þættinum, hann er svona rólegi, góði gæinn og söng lagið skammlaust.
Það merkilegasta er samt að hann er svona góður í útlensku. Hann er pottþétt betri en ég, en samt hef ég verið aðeins í útlöndum. Og hann er pottþétt betri í útlensku en hver sá sem hefur samið texta ÁMS er í íslensku. Ég hef áður rifjað upp nokkur ógleymanleg textabrot úr lögum þeirra og nú finnst mér við hæfi að ég endurtaki leikinn:
"Aleinn ég nenni ekki neinu
Ég veit hún sefur ekk´í neinu"
"Fæ ekk´að sof´á daginn
Þó mig langi
Og bannað að pissa útfyrir"
"Aleinn ég nenni ekki neinu
Ég ligg með sjálfum mér og hér kem ég
Ég veit hún sefur ekk´í neinu
Ég stend og fell en það er engin hér"
"Engar stjörnur eða Star wars dót
ég stari upp í himininn
Ekkert myrkur, engin mánafjöll
Ég mæni út um gluggann og bíð"
"Mér leiðist oft með þér, mest á daginn
Finnst tíminn stand´í stað, ekkert gerast
En nóttin kveikir von
Mér leiðist oft með þér"
"Soldið skrýtin, soldið þvæld
Samt ekk´ of mikið, ekk´ útpæld
Þó ekkert afleit, einhver fær
Samt ekk´ of mikið komdu nær"
"Soldið sílíkon - gefur veika von
en róleg og rómantísk
Hár á höndunum - hár á leggjunum
Ég held hún sé austur-þýsk"
"Sílikon brjóstin senda mér auga
fimmhundruð-kallinn segir víst ekki neitt
Ég horfi í allar áttir en það eina sem ég sé - er hún
ég stari agndofa - gjaldþrota"
"Ég held að enginn sé eins enda ekki til neins
ég vil vera - verð að fara
Heike Von Blink tekur kúlur og klink
ekki gott að segja - hvar ég enda - ég vil lenda
sé ótal endalok - hehe"
"Hver þarf orð ef að lúkkið er gott
Leggðu niður vopn"
"Ef þú fengist útí búð
Ég myndi safna fyrir þér
Ég horf´á stjörnurnar þær hrapa ein og ein
Mér finnst lífið fjara út"
"Pabbi minn er prestur
og mamm´er stundum pokadýr í tollinum
Djöfull ertu fín Hlín
ég verð að finna pikköpp-lín´í grænum hvelli
ég er á báðum áttum
hvort ég eig´að tím´að splæsa mínum á þig"
"Djöfull er ég flottur ( megaháttar báðum megin )
Djöfull er ég flottur ( einnar viku ofurstandur )"
"Um leið og þú komst inn var ég viss um að þú værir þessi
Eina sem ég vildi - þú minntir mig á Hildi"
"Ég gaf mig ekki strax ég gat ekki hugsað mér að labba burt með
báðar hendur tómar það minnti mig á Ómar"
"Svo snerirðu þér við og ég sá rassinn, ég sá lærin
ég sá vinstri, hægri ha ha vinstri, hægri"
Annars styð ég Magna, það er gaman að vera með svona Íslandsvin í raunveruleikaþætti
posted by Hildur at 1:04 PM
Þótt ótrúlegt megi hljóma þá virðast fæturnir mínir hafa minnkað. Hér áður fyrr notaði ég alltaf skó númer 40-41. Nú eru skór í þeim stærðum nánast undantekningarlaust of stórir á mig og 39 er orðin mín stærð. Það þykir sjaldnast tíðindum sæta ef fólk þarf að nota minni fatastærðir en áður, en skóstærðir? Ekki er maður með fitu á löppunum, og ekki var ég með neinn ofvöxt eða annað óeðlilegt á mínum. Skýringin er sennilega sú að ég er búin að troða mér svo oft og mikið í skó sem eru í laginu eins og allt annað en fætur. Kramdar tær og sárir hælar hafa í gegnum tíðina verið eðlilegur fylgifiskur þess að vera sómasamlega skædd og nú hafa beinin sennilega kramist og vöðvarnir rýrnað. Það gerist fyrir reyrða fætur þannig að nútíma skótíska er kannski dálítið eins og nútíma fótareyring. Það sem maður leggur ekki á sig. *dæs*
Spurning hvort ég verði komin í 38 um áramótin?
posted by Hildur at 11:13 AM
Prúttið?Er það komið í tísku hjá íslensku búðarfólki að prútta? Það finnst mér furðulegt. Og óþægilegt. Alltaf þegar einhver vill prútta við mig finnst mér ég eitthvað verða sérstaklega að kaupa hlutinn. Svo sit ég uppi með alls kyns drasl og litla peninga.
Ég er þessi vinstrimaður sem kann ekki að fara með peninga, og allir eru að tala um.
posted by Hildur at 10:07 AM
HM uppgjörÞað er nú þannig að maður heldur kannski ekkert endilega með liðinu sem sló manns eigin lið út í HM, en maður er allavegana feginn ef þeir verða síðan heimsmeistarar. Ekki síst ef þeir stuðla um leið að því að Frakkar tapa.
En þetta er búið í bili. Þá er mér ekkert að landbúnaði; það er komið að því að velja draumaliðið. Svona er mitt draumalið:

Iker Casillas, Spáni

Lukas Podolski, Þýskalandi

Erik Edman, Svíþjóð

Daniele de Rossi, Ítalíu

Frank Lampard, Englandi

Marcus Allbäck, Svíþjóð
posted by Hildur at 9:20 PM
Draumaliðið mitt, framhald;

Fabio Cannavaro, Ítalíu

David Trezeguet, Frakklandi

Michael Owen, Englandi

David Odonkor, Þýskalandi
Spurning um að kjósa ellefta manninn??
posted by Hildur at 8:29 PM