Snjörnuspá MoggansMér til dægrastyttingar les ég stundum stjörnuspá dagsins í Morgunblaðinu. Því miður er ég reyndar orðin svo hræðilega skeptísk að ég er hætt að taka nokkurt mark á henni (það var nefnilega þrælskemmtilegt að trúa á alls kyns hindurvitni á meðan ég gat það ennþá), en stjörnuspá dagsins í dag er sérstaklega skemmtileg:
Nautið 5.ágúst:
Nautið veit sennilega ekki hvað það á að gera í óvæntum og undarlegum aðstæðum sem það lendir í, en veit á hinn bóginn hvað það á ekki að gera. Að gera ekkert er frábær áætlun í bili. Farðu alla leið.
Eins furðulega og þetta hljómar allt saman þá tek ég samt mark á þessu þótt ég skilji ekki alveg meininguna. Ég er komst nefnilega í hálf undarlegar aðstæður sem ég ætla að gera ekkert í.
posted by Hildur at 12:54 PM
NöldrDjöööööfull hata ég þegar talað er við mig í boðhætti!
posted by Hildur at 9:39 AM
Það á ekki að hleypa mér á útsölur!
Málið er að ef ég sé eitthvað á afslætti, þá er ég sérdeilis fljót að gleðjast allsvakalega og skella mér á það. Ef ég sé til dæmis peysu, sem á að kosta 5000 og er komin niður í 2000, þá finnst mér ég beinlínis vera að græða þrjúúst kjell með að skella mér á hana. "Gróðinn" af útsöluförum mínum hefur verið talsverður í gegnum tíðina þótt góssið hafi reyndar sumt þvælst fyrir í skápunum mínum og bankainnistæður minnkað í sama hlutfalli.
Ég er ekki að grínast þegar ég segist vera þessi vinstrimaður sem kann ekki að fara með peninga.
posted by Hildur at 9:58 AM
Ég hitti selebbEða ég hitti kannski ekki selebb, en ég er allavegana búin að rannsaka hvaða selebbum ég líkist
hér. Ég mæli með þessu, þetta er hin besta skemmtun. Ég prófaði fjórar mismunandi myndir af mér og niðurstöðurnar voru forvitnilegar. Það sem kom mér síst á óvart var að sjá nefnd til sögunnar
Judy Garland,
Christinu Ricci og
George Clooney, sem er eini herramaðurinn sem komst á blað. Ég var rétt fegin því að ég líktist engum pólitíkusum, nú og svo kom mér skemmtilega á óvart að sjá fegurðardísirnar
Grace Kelly,
Monicu Bellucci og
Audrey Tautou allar nefndar oftar en einu sinni.
Það er hins vegar einungis ein sem komst á blað í öll fjögur skiptin og tölvuprógrammið fullyrðir að sé nauðalík mér. Að vísu sé ég það ekki sjálf, en tölvutæknin lýgur ekki og því er við hæfi að setja inn mynd af þeirri heiðurskonu.
Hér er hún systla:

Mischa Barton
posted by Hildur at 11:19 AM
Í gær gerði ég það sem ég hef lengi "átt" að gera að mati sérfróðra, en það er að fara á Sigurrósartónleika. Ég fylltist mikilli tónleikatilfinningu á tónleikunum þótt enda afskaplega tónlegt um að lítast. Það er nefnilega þannig að ég hef aldrei náð að fatta þá. En leikarnir í gær voru ósköp notalegir, það var gott veður og margt um manninn á Klambró. Og mér fannst líka gaman að sjá þá spila.
Hljónstin tók "lagið sitt" allnokkru sinnum. Já, þeim tókst því miður ekki að sannfæra mig um að þeir ættu mörg mismunandi lög, allavegana á ég erfitt með að heyra nokkurn mun. Æ ég veit, ég er óttalegur andlegur aukvisi en svona er ég bara af náttúrunni gerð. Hljónstarmeðlimirnir eru hins vegar allir voða sætir og lekkerir, það vantar svosem ekki.
Annars má geta þess að mér þykja
frjálshyggjumenn afar skeleggir og duglegir að svara fyrir sig. Það er vel hresst.
posted by Hildur at 11:15 AM
Hún
Magga móðursystir var að kvarta og kveina undan því að ég væri alltaf svo pólitískt meðvituð að ég skrifaði aldrei neitt krassandi á þessar síður. Eins og sjá má við lestur hennar bloggsíðu þá er hún sjálf afar hnyttin og kaldhæðin og algerlega laus við allan tepruskap. Þið sem hafið ekki hitt hana í eigin persónu hafið sannarlega misst af miklu.
Kenning hennar Margrétar er semsagt sú að ég sé svo mikill framtíðarpólitíkus að ég vilji ekki leyfa andstæðingunum að fræðast um mínar svaðilfarir á hinum ýmsu sviðum, og þess vegna setji ég upp hálfgerða "grímu" hérna á bloggernum. Það er hins vegar ekki rétt hjá henni. Ég myndi fegin bjóða pólitískum andstæðingum mínum upp á dónasögur sem þeir gætu notað gegn mér síðar meir, og vonandi myndu slíkar sögur skemmta þeim konunglega. Raunveruleikinn er hins vegar sá að ég er mun meiri tepra en ég lít út fyrir að vera, og má ekki vamm mitt vita. Ég er, þrátt fyrir allt, einfaldlega rétt og slétt húsmóðir í Vesturbænum.
posted by Hildur at 2:55 PM