RokkstarÉg fattaði að ég var ekkert búin að fjalla um Rokkstar þessa vikuna. En ég verð að viðurkenna að ég hef smá áhyggjur af Íslandsvininum Megný, en ég held því enn fram að hann á ekki að vinna þetta. Og ég meina þetta ekki illa. Ég held að hann fari til síns heima eftir tvær vikur. Annars verð ég að viðurkenna að mér finnast bæði Toby "the thunder from down under" og Ryan vera hot stuff! Þú'st.. *gelgj*! en mér finnst það samt! Sá síðarnefndi er líka svo íslenskur í útliti, gæti alveg verið úr Kópavogi.
Lukas er annars einn sá besti að mínu mati, en helvítið hún Dilana Á að vinna þetta. Hver annar passar jafn vel við þessa útbrunnu rokkara?
posted by Hildur at 2:23 PM
„Diddí! Þegar það er enginn heima hérna í Barmahlíðinni af því að allir eru í úglöndum eða partý eða skóla eða leikskóla, þá verður þú að vera hérna að passa köttinn!" messaði fimm ára gömul systurdóttir mín í gær, ákveðin í bragði. Blessað barnið má nefnilega ekki til þess vita að stundum sé aumingja kisan skilin eftir ein heima þegar heimilisfólkið skreppur út í nokkra klukkutíma. Svo er hún alveg með það á hreinu hvað er mögulegt að fólk sé að aðhafast ef það er utan veggja heimilisins. Já, unga fólkið veit hvað það syngur.
posted by Hildur at 10:55 AM
Vinnustaðurinn minn fer með eitt af aðalhlutverkunum á
orðinu á götunni eins og ýmsir glöggir kunna að hafa tekið eftir. Það væri ekki frásögur færandi nema af því að ég er búin að komast að því að vinnufélagarnir stunda bloggið mitt grimmt, þar sem Andrés og félagar á Orðinu eru svo liðlegir að vera með hlekk yfir á hillybillsterina á slúðursíðu sinni.
Nú er það svo að margt af því sem hér kemur fram er skrifað í mesta gríni auk þess sem hálfsannleikur spilar ágætlega stórt hlutverk, en ætli vinnufélagarnir viti það?
Svo er það nú einu sinni þannig að þetta hefur ekkert að gera í vinnunni annað en að skoða bloggið mitt. Ég hef stundum verið að furða mig á einkennilegum augnaráðum sem ég fæ í matsalnum en veit núna hvernig á þeim stendur.
Ó well.
posted by Hildur at 9:45 AM
Mér er heitt í hamsi... það er runnið á mig æði!
posted by Hildur at 4:26 PM
MennóÞessi mynd var tekin á menningarnótt

en það var áður en ég landaði nokkrum tekílastaupum, datt hundrað sinnum, tók
Eitt lag enn dans og rakst á of margar gamlar hjásvæfur í miðbæ Reykjavíkur. Menningarnótt er nefnilega ekkert annað en nótt þar sem úthverfalið hrúgast inn í bæinn hafandi frekar átt að halda sig á Grafarvogsheiði og í Breiðholtssveitum.
En það var ekki glæsilegt timbraða útlitið á mér í gær, ekki fyrr en ég kíkti í mat með snillingunum Berglindi Ýr og Frú Ásdísi. Þar át ég nefnilega yfir mig og hló dátt. Og er eins og nýsleginn túskildingur núna. Já já.
posted by Hildur at 10:25 AM