Ég var að fá gefins einhverja svona rosa fína olíu gegn appelsínuhúð, sem ég á að bera á mig daglega. Nema hvað, þetta er eitthvað svona sítrusávaxtajukk og mig svíður alltaf svo í augun þegar ég er búin að bera það á mig. Vegna sviðans trúi ég ekki öðru en að þetta virki helvíti vel, þótt að ég sé auðvitað ekki með neina appelsínuhúð -enda rennislétt í alla staði tilsýndar og viðkomu. Já já. En ég er hæstánæegð með þetta dúndur, ég hef aldrei trú á að neitt virki nema það meiði eða kosti marga peninga.
posted by Hildur at 5:37 PM
Það er ekki nóg með að ferðasagan hérna síðast hafi verið slöpp, heldur hef ég ekkert getað skrifað í nokkra daga sem er raunar met. Það vill nefnilega svo til að það er búið að vera svo brjálað að gera í vinnunni hjá mér að ég hef verið að vinna frameftir dag eftir dag. Síðan hef ég orðið alveg uppgefin eftir vinnu og farið beint í náttfötin og upp í sófa. Samt sem áður hef ég ekki náð góðri hvíld þar sem ég hef ekki fengið samfelldan svefn á nóttunni, enda dreymir mig ekkert annað en að ég sé að klúðra verkefnunum í vinnunni.
Nú lesa þetta sjálfssagt sumir og hugsa: Er það nú væl! en satt best að segja er ég ekki að væla, heldur útskýra bloggleysið. Mér finnst nefnilega bara fínt að vera í góðu stressi, þetta er eins og að vera í skóla og þurfa að skila endalausum verkefnum. Því fylgir jú vitsmunaleg örvun og stress er nauðsynlegt annað slagið. Ég get ekki ímyndað mér neitt leiðinlegra en að vera í einhæfri vinnu, sem ég hef jú reynslu af. Eða jú, það hlýtur að vera enn leiðinlegra að vinna ekki úti.
Jæja, þetta var svona útúrdúr. Ég mæli annars með nýju ljóðasíðunni hennar Kamillu
hérGóða helgi
posted by Hildur at 9:57 AM
Nú er ég búin að komast að því að eitt besta þynnkumeðalið í heiminum er að fara í berjamó! Alltaf lærir maður eitthvað nýtt.
posted by Hildur at 9:35 AM