Já hæStundum langar mig til að brjóta alla spegla heimsins. Það er alveg hræðilegur ljótudagur í dag, vá ég held ég hafi ekki litið svona illa út síðan árið sem olían fraus. Viðkvæmum er bent á að þeir horfa á mig á eigin ábyrgð.
posted by Hildur at 4:40 PM
Þegar ég er kvefuð hrýt ég eins og ..eh.. hrútur auk þess sem engu er líkara en að ég sé andsetin í svefni. Ég fæ nefnilega alltaf svo hryllilegar martraðir sem ég vakna þó blessunarlega upp úr fljótlega sökum hósta og hrotna. Því má með sanni segja að ég er illa sofin og jafn illa fyrirkölluð þessa dagana.
Af því tilefni skora ég á ykkur að skrifa undir
hér
posted by Hildur at 11:07 AM
Ótrú-fokking-legtÁ hverjum degi heyri ég ný rök með hvalveiðum, og þau verða alltaf verri og verri með hverju skiptinu. Ég held sveimér þá að fólk sé endanlega gengið af göflunum.
posted by Hildur at 3:40 PM
Lengi hef ég verið mikil áhugamanneskja um lögfræði- og löggudrama hvers konar, það er að segja í sjónvarpinu. Slíkir þættir eru að vísu afar misgóðir, til að mynda finnst mér CSI:Miami ekki vera mönnum bjóðandi sökum yfirborðskenndar, fyrirsjáanleika og klisjukenndra karaktera, en CSI:New York og allir Law and Order þættirnir og fleiri eru hin besta skemmtun. Eitt virðast þó allir amerískir þættir af þessari gerð eiga sameiginlegt, og það er stöðluð mynd af útlendingum.
Útlendingar, sérstaklega frá fátækum löndum í langtburtistan eiga eftirfarandi sameiginlegt í þessum þáttum, nánast án undantekninga:
-Þeir eru mjóróma og veiklulegir
-Þeir tala málfræðilega bjagaða ensku en virðast ekki eiga í miklum vandræðum með flókin orð. Dæmi: "He criminal. He have emotional disorder."
-Ef þeir eru í hlutverki glæpamanna iðrast þeir einskis, enda ekki siðaðir menn að hætti amríkana.
-Þeim tekst alltaf að koma að orðunum: "Amjéríka -ðe lend off ðe frí"
UUUgghhh *kjánahrollur*
posted by Hildur at 11:06 AM
Um daginn var ég í flugvél að deila sögum af vandræðalegum uppákomum með samstarfsfélögum. Ég ákvað að það væri við hæfi að tala um vandræðaleg augnablik á vinnustaðnum þannig að ég rifjaði upp það sem hefur verið mér einna verst á þessum mánuðum sem ég hef unnið þarna en það var þegar ég fattaði allt í einu, eftir að hafa spígsporað um húsnæðið þvert og endilangt, að ég var með pilsið gyrt ofan í sokkabuxurnar að aftan. Ég man að ég var þá í nælonsokkabuxum og minnir að ég hafi líka verið í G-streng, þannig að ég hafði semsagt sprangað um á rassinum í einhvern tíma án þess að nokkur segði neitt. Viðmælendur mínir, sem heyrðu þessa sögu, héldu að ég hlyti að vera að tala um vandræðalegasta augnablik ævi minnar og jesúsuðu sig í bak og fyrir. En neeeei það er nú eitthvað síður, mér fannst þetta alls ekkert það vandræðalegasta sem ég hef lent í á ævi minni, ef svo væri ætti ég gott! Það segir kannski ýmislegt um mig og mín hrakföll...
posted by Hildur at 3:27 PM
Áðan var ég úti í ónefndri matvöruverslun sem væri ekki frásögur færandi nema af því að blessaður drengurinn sem afgreiddi mig var alveg miður sín úr óöryggi við mig. Hann skalf á beinum, svitnaði og stamaði þegar hann tók við vörunum mínum og stundi upp úr sér verðinu. Það er mjög skrítið þar sem ég var ósköp stillt og prúð en ekki bandbrjáluð gribba eins og sumir. Ég held að ég hafi aldrei séð neinn eins miður sín nærri mér nema þegar fólk hefur verið að drulla upp á bak í rökræðum við mig um pólitík, en þá geri ég í því að virka þrjátíu sinnum grimmari en ég er.
En nú er sú þykjustugrimmd greinilega farin að smitast frá pólitísku argaþrasi mínu yfir í hversdagslega atburði á borð við matarinnkaup. Þarf að fara að vera eins og smér.
posted by Hildur at 4:59 PM