Í gær var ég eitthvað að gramsa í fataskápnum og rakst á pils sem ég keypti fyrir lifandis löngu og hef ekkert notað. Eitthvað var ég að furða mig á því að hafa ekkert notað það þar sem það lítur bara vel út, þannig að ég ákvað að máta það. Þá rifjaðist upp fyrir mér að það er í raun eins og gardína sem hangir niður eftir lendunum og lætur mig líta út eins og einhverja fóstru af gamla skólanum. Já eins og svona mjaltakonu af Bóli, Staðastað.
En þetta var svona útúrdúr.
Aðalmálið er að þið mætið í prófkjör um helgina og kjósið
réttGóða helgi.
posted by Hildur at 2:53 PM
Mér skilst að ég verði að fara að taka upp þennan stíl í spinningtímunum:

Ég sel það ekki dýrara en ég keypti það.
posted by Hildur at 2:26 PM
Byltingarkenndur jöfnuðurVið jafnréttissinnarnir erum alltaf að kvarta og kveina við lítinn fögnuð spámanna á hægrivæng stjórnmálanna. En jafnréttisbarátta kynjanna er mikilvæg og snýst ekki síst um tvennt:
a)Karlmenn fá hærri laun fyrir sömu vinnu en konur
b)Útlitsdýrkunin getur gengið út í öfgar og sjálfssagt þykir orðið að konur leggist undir hnífinn til að ná hinu fullkomna, staðlaða útliti.
Mér dettur í hug: Hvernig væri ef við settum á fót svona ríkisrekna alhliða
útlitslögunarstofnun fyrir konur, sem væri fjármögnuð af sérstökum skatti sem lagður væri á karlmenn? Sá skattur myndi miðast að því að jafna launamuninn niður á við, þannig að bæði kyn fá sömu ráðstöfunartekjur eftir skatt fyrir sömu vinnu. Með þeim peningum væru andlitslyftingar, augabrúnaplokkanir, fótleggja- og bikinívax, sprey-tan sturtur, handsnyrtingar, gelneglur, fótsnyrtingar, sílíkonaðgerðir, fitusog, trimform og fleira og fleira fjármangað.
Þá væri launamunurinn úr sögunni og við konurnar gætum hætt að hafa áhyggjur af útliti okkar þar sem lagfæringar á því myndu ekki kosta okkur neitt.
posted by Hildur at 12:12 PM
Alveg var ég búin að steingleyma að það fer mér ekki að röfla um pólitík hér á alnetinu. Það er alltaf verið að segja að ég hafi alltaf rangt fyrir mér, þær upplýsingar síast bara svo illa inn í kollinn á mér.
posted by Hildur at 12:16 PM
Ég er ekki rasisti, ég vil bara ekki útlendinga til landsins
-ég er heldur ekki karlremba, mér finnast karlmenn bara klárari en konurNú hef ég komist að því að ótrúlegasta fólk getur tekið undir það sjónarmið að "þetta fólk" (þeas útlendingar) sé hættulegt samfélaginu í of miklu magni. Gjarnan með þeim rökum að: "Ég bjó í Noregi/Danmörku/Einhverjuálíkaskítapleisi og þar voru svo mikil vandamál" -og það vandamál stafaði af HINUM útlendingunum þar í landi en auðvitað ekki þeim sjálfum. Ég get hins vegar vel trúað hæstvirtum Magnúsi Þór að í þau þrettán ár sem hann bjó í Noregi hafi allt farið fjandans út til þar í landi, enda býr hann núna á Íslandi þar sem allt er að fara fjandans til. Tilviljun? Held ekki.
Allavegana, ég hefði haldið að einungis illa upplýstir þjóðernissinnar gætu tekið undir lýðskrumið hjá Magnúsi Þór og sennilega gera þeir það flestir, það er bara leiðinlegt að vita til þess að það eru fleiri en akkúrat þeir sem finnst hann segja eitthvað af viti.
Hindrum frjálst flæði Magnúsar Þórs til landsins!
posted by Hildur at 11:50 AM
Aldurshnigin fröken þolir ekki hafnfirskan bjór. Þetta kom í ljós á Fjörukránni í gær. Ég held ég setji frekari áfengisdrykkju eftirleiðis á salt. Að minnsta kosti fram á næstu helgi.
posted by Hildur at 2:04 PM