Kallana bakvið eldavélinaÞað er staðfest.Daglegum heimsóknum á síðuna mína fjölgar jafnan hratt í hvert skipti sem ég röfla um pólitík, á minns eigins ómálefnalega hátt. Svo þegar ég tek mig aftur til við að bulla um innihaldslaus dægurmál fækkar heimsóknunum þannig að ég lít svo á að réttast er að ég haldi mig við tíkina sem kennd er við póli. Það væri mér mikill heiður að vera látin svara fyrir einhverja dómadags vitleysuna af hillybillsterinni, þegar ég er orðin stór og kannski alvöru pólitíkus.
Ég hvet annars allt verkafólk landsins til að sameinast í byltingu gegn kapítalistunum á nýju ári, lögregluna til að fangelsa alla meðlimi Frjálslynda flokksins og konur til að hlekkja karlana sína á bakvið eldavélarnar.
posted by Hildur at 8:30 PM
Kannski er jafnrétti kynjanna bara goðsögnLenti í bílafokki fyrir framan Wordclass í gær þar sem bíllinn varð rafmagnslaus. Mér gekk ekkert að koma honum af stað og ég ætlaði næstum að gefast upp. Þá komu þrír hraustir karlmenn mér til bjargar og redduðu málunum í snarhasti. Nema hvað, þetta er auðvitað ekki í fyrsta eða annað skipti sem ég lendi í bílasjálfheldu og neyðist til að treysta á velviljaða karlmenn til að deyja ekki drottni mínum úr úrræðaleysi. Og ég fór að hugsa: ætli ég standi undir nafni sem öfgafemínisti og kvenréttindafrekja (sem ég stæri mig oft af því að vera) þegar svona er ástatt með sjálfsbjargargetu mína? Kannski á ég bara ekkert að vera að vilja upp á dekk!
Annars grunar mig að þessir herramenn hafi hjálpað mér í gær fyrst og fremst með það í huga að ég myndi síðan segja vinkonum mínum frá því hvað þeir voru almennilegir í næsta saumaklúbbi. Sem ég og gerði í gærkvöldi, þó svo að frásögnin hafi fyrst og fremst snúist um hvað ég væri mikill auli.
Yfir í annað. Það væri gaman að vita hvort
þessi grein fjallaði um aðalhugðarefni frjálshyggjumanna nær og fjær, sem eru klám, vændi og fíkniefni. Það er svo fyndið með frjálshyggjumenn að eins oft og hægt er að vera sammála þeim í ýmsum prinsippmálum (td varðandi frjálst flæði innflytjenda, réttindabaráttu minnihlutahópa á borð við samkynhneigða osfrv) þá tekst þeim svo rækilega að gjaldfella eigin baráttu með því að setja samasemmerki á milli frelsis annars vegar og kláms, vændis og fíkniefna hins vegar. Eða kannski er ég bara tepra.
posted by Hildur at 9:13 AM
Það var erfitt að vakna í morgun.... og ekki bara af því að ég stóð í ströngu í gær við hangikjöts- og hnallþóruát með móðurfjölskyldunni og síðan við rauðvínsdrykkju og ostaát með vinkonunum langt fram á nótt. Nei, það erfiðasta í morgun var útbelgdi maginn og fílafæturnir sem þjökuðu mig. Saltað kjöt fer síst vel í mig á þessum síðustu og verstu og nú stend ég í ströngu við að sturta í mig detox-tei. Þið mynduð ekki vilja vera ég á annan í hamborgarahrygg.
Annars er ég glöð að vita af því að til er
íslensk Borat-fjölskylda. Njótið.
posted by Hildur at 9:24 AM
Gleðileg jól lömbin mín!Um tvöleytið í dag fékk ég heimsókn frá tveimur Vottum Jehóva. Það voru kona og barn sem bönkuðu upp á hjá mér. Ég sagði eiginlega ekkert þegar þau komu heldur fór inn í eldhússkáp, tók pakka af smákökum og bauð þeim að fá sér. Þau þáðu það með þökkum og ég bað þau vel að lifa og kvaddi með bros á vör. Það eiga sjálfssagt allir einhverjar sögur af uppáþrengjandi trúboðum og flestir virðast hafa hjarta í sér til að segja þeim að snáfa í burtu og skella á þá. En ekki ég. Það hlýtur að vera slítandi að vera svo einlægur í sinni trú að maður leggi þetta á sig, að vera uppnefndur og stjakaður í burtu af heiðingjum sem vilja ekki frelsast. Þetta er kannski dálítið svipað því og að vera sölumaður vonlausrar vöru. Ég man þegar ég var að afgreiða í Dorothy Perkins; ég tók ekki á móti viðskiptavinum með bros á vör og í sölugírnum. Þvert á móti hugsaði ég "Ef fólk vill koma og kaupa þessi ljótu föt er mér alveg sama, ég ætla ekki að pranga þeim upp á neinn." -enda entist ég ekki lengi í því starfi.
Það sem mér finnst reyndar sérstaklega miður við Votta Jehóva er hvað þeir nota mikið börn í sínu trúboði. Börn eiga ekki að þurfa að standa í því að frelsa fólk og boða trú, og hvað þá að láta skella hurðum á nefið á sér. Má ég þá heldur biðja um mormónana, sem eftir því sem ég hef best séð eru upp til hópa bráðhuggulegir, ungir karlmenn. Það liggur við að segja að álitlegustu herramennina væri ekki að finna á plebbaskemmtistöðum landsins heldur í Kirkju Jesú Krists hinna Síðari Daga Heilögu. Það er að segja -það
lægi við að segja það ef heilbrigð skynsemi og jarðtenging væru ekki mikilvægir kostir í fari karlmanna.
Hvað sem því líður óska ég lesendum hillybillsterarinnar, nær og fjær, góðra jóla.
posted by Hildur at 12:05 AM