Undanfarið hef ég verið að velta fyrir mér því sem kallast á góðri íslensku
veganismi. Stundum finnst mér svo siðferðislega rangt að borða kjöt að ég held ég geti ekki annað en velt fyrir mér möguleikanum á því að hætta því. Mig langar að vita hvort það eru einhverjir sem geta frætt mig um hvernig lífið er sem vegan. Er þetta ósniðug hugmynd?
posted by Hildur at 11:17 AM
Mikið afskaplega og óskaplega er erfitt að koma sér í gang þegar það er frost úti. Og vikan lengi að líða.
Samt kvarta ég ekkert undan myrkrinu. Ó mig auma.
Hvað á ég annars að gefa
systlu í 28 ára afmælisgjöf?
posted by Hildur at 4:04 PM
Það er við hæfi að bloggfærsla dagsins sé í
Blaðinu í dag, reyndar með alveg foxljótri mynd. En þar er ég að skjóta á atvinnugrínara þessa lands.
posted by Hildur at 11:52 AM
Þetta er eitt aumasta yfirklór sem ég hef séð.
Rétt er að taka fram að Múrinn aðhyllist sem fyrr femínisma og jöfnuð á öllum sviðum og hefði það í raun átt að vera hafið yfir allan vafa.
Afskaplega finnst mér þetta billeg skýring. Það er semsagt alveg sama hversu svívirðileg ummæli birtast á múrnum, maður á bara að vita að múrverjar eru æði. Vá. -Og Frjálslyndir eru ekki rasistar. Einmitt.
Úr því að minnst er á Múrinn: Mér finnst það í flesta staði mjög gott vefrit og þó svo að hægrikratar fyrirlíti mig fyrir þá skoðun mína og í raun og veru hef ég gróflega áætlað að ég sé sammála um það bil 95 af því sem þar kemur fram. Rétt er þó að geta að hin fimm prósentin eiga það til að misbjóða mér gróflega. Dæmi um það er
hér.
posted by Hildur at 10:02 AM
Ákvað að gera smá hárgreiðslutilraun fyrir framan spegilinn í gær og klippti hálfpartinn á mig topp. Samt ekki alveg. Ég veit ekki alveg hvað ég var að spá en útkoman er allavegana nokkurn vegin á þá leið: Austur-Þýskaland á níunda áratugnum. Það er að segja ef ég er ekki með heilu efnaverksmiðjurnar og málmklemmurnar á hausnum.
Minnir mig á þegar ég var svona sjö, átta ára og mamma fór með mig á hárgreiðslustofu. Í einfeldni minni hélt ég að það ætti að klippa úr mér krullurnar en hárgreiðslukonan var svo hrifin af flókahrúgunni á hausnum á mér að hún setti í mig styttur. Úff ég er ekki búin að jafna mig á þeirri skelfilegu sjón sem spegilmynd mín var í kjölfarið. Það má segja að eitthvað hafi hreinlega brostið innra með mér. Já já.
posted by Hildur at 9:32 AM